Ágrip af sögu okkar

Eignakaup ehf var formlega stofnað fyrst .ann 15. maí árið 1998 undir nafninu Skipasalan ehf af núverandi starfsmanni félagsins sem lengi vel var eini starfsmaður félagsins og byggði það upp frá grunni.

Jakob Ingi Jakobsson er lögmaður, löggiltur fasteigna, fyrirtækja og skipasali. Auk þess er Jakob löggiltur leigusali. Þá býr Jakob yfir ýmiskonar annari reynslu og þekkingu er hann hefur aflað sér með námi, eða með störfum sínum.

Jakob er fæddur og uppalinn við sjávarútveg og ólst upp við smábátaútgerð og stundaði sjómennsku ásamt föður sínum í mörg ár. Jakob starfaði síðar hjá Bátum og búnaði ehf með Brynjari Ívarssyni um langt árabil og lærði þá ma. Markaðs og útflutningsfræði við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands ásamt því að sækja fjölda námskeiða á hinum ýmsu sviðum fjármála, viðskipta og stjórnunar. Jakob starfaði síðar sem fjármálastjóri í  sjávarútvegi áður en hann sneri sér aftur að rekstri.

Aðkoma Jakobs gerir það að verkum að þekking félagsins er ansi mikil á mörgum sviðum og því allnokkur sérfræðiþekking falin í þjónustu félagsins.

Jakob hefur alla tíð lagt ríka áherslu á góða þjónustu við viðskiptavini sína nú sem endranær, og segir að það verði ávallt að bæta og laga þjónustig félagsins á hverjum tíma svo viðskiptavinurinn fái ávallt úrlausn mála sinna hjá fyrirtækinu.

Þægilegt viðmót og úrlausn hagsmuna viðskiptavina okkar er okkar helsta markmið.
Eignakaup ehf leggur metnað sinn í að veita fyrsta flokks þjónustu og hefur það að markmiði að bjóða viðskiptavinum sínum "ávallt bestu þjónustuna og besta verðið" og mun standa við það!

 Við minnum fólk á aðalsímann okkar en hann er 445-3500, og emaili eignakaup@eignakaup.is , við bjóðum þér að hafa samband.

Vertu ávallt velkomin(n)!